Leita í fréttum mbl.is

Trú og trúleysi

Miklar umræður hafa verið í netheimum um trú og trúleysi.   Siðmennt og Vantrú eru félög sem mikið er um rætt og fólk innan þeirra raða hafa verið virkir í umræðu undanfarna daga.

Það er allt gott um það að segja, hér ríkir mál- og skoðanafrelsi án þess að nokkur þurfi að hafa áhyggjur af því að láta skoðanir sínar í ljós.

Þess vegna ætla ég að láta mína skoðun í ljós hér meðJ

Í gegnum árin hefur kristnifræði verið kennd í skólum hér á landi (enda bara eðlilegt þar sem um opinbera þjóðartrú er að ræða).   Í múslimaríkjum er kóraninn kenndur og það er bara gott enda er þeirra þjóðtrú trúin á Múhameð og Kóraninn.  

Ég held að enginn verði verri manneskja af því að læra kristinfræði í grunnskóla.  Ég geri fastlega ráð fyrir því að allir meðlimir ( sem nú berjast á móti kristnifræðikennslu) í Siðmennt og Vantrú hafi þurft að læra þessi fræði í sinni skólagöngu. 

Þegar ég var í grunnskóla, sem er nú nokkuð langt síðan, þá voru kenndar biblíusögur, goðafræði og gleymum ekki þróunarsögunni.  Þ.e. maðurinn er komin af öpum.

Það sem mér finnst furðulegast af þessu öllu er að félagar í þessum hópum, þ.e.  Siðmennt og Vantrú hafi svo lítið álit á sínum afkomendum að halda að þeir geti sjálfir ekki haft sínar eigin skoðanir, þrátt fyrir því sem fyrir þeim er haft á opinberum vettvangi.   Þeir hafa alla vegna haft þær.   Treystið börnunum sjálfum til þess að velja rétt.

Lúthersk trú er okkar þjóðtrú og þannig er það baraJ   Ef við værum múslimar, þá væri hér allt í látum vegna ádeilna á að kenna Kóraninn í skólum, þ.e. ef það væri leyfilegt að vera með mótmæli J


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Heil og sæl Berglind. Góður pistill. En ég var að lesa eldri færslu um vandræði þin vegna kredikortaleysis. Gott ráð til þess er að vera með fyrirframgreitt kreditkort eða  debetkort með kreditvirkun. Margir nota það einmitt í þessum tilgangi  sem og að versla á netinu. Það er ekki hægt að skuldfæra meira en þvi sem inni er á kortinu. Þið setjið ykkur ekki í skuldir með þessu móti. Athugaðu hvort þetta gæti ekki verið lausn hjá ykkur. Kveðja, Silla.

Sigurlaug B. Gröndal, 4.12.2007 kl. 23:44

2 Smámynd: Blómið

Já við vorum búin að skoða þetta með kreditkortin :)  Þetta verður endirinn á okkar vandræðum með kortin

Blómið, 4.12.2007 kl. 23:48

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

 Sælt veri blessað Blómið! (Sælt og blessað, Blómið)

"Í gegnum árin hefur kristnifræði verið kennd í skólum hér á landi (enda bara eðlilegt þar sem um opinbera þjóðartrú er að ræða).   Í múslimaríkjum er kóraninn kenndur og það er bara gott enda er þeirra þjóðtrú trúin á Múhameð og Kóraninn. "

Hér gefur þú þér að það sé sjálfsagt að þjóðir hafi eina opinbera trú. En er það svo sjálfsagt? Hefur þú nokkurn tíma hugleitt hvað er sjálfsagt við það?

Ég fæ ekki séð að slíkt hafi leitt gæfu yfir þau lönd þar sem Íslam er ríkistrú og stjórnarskrá þeirra meira að segja byggð á þeirri trú. Gæfulegra tel ég að stjórnarskrá lýðveldis grundvallist á hugsjón lýðræðis um frelsi, jafnrétti og bræðralag og jafnan rétt öll þegnum þess til handa.

Tel reyndar mjög skiljanlegt að fólk eins og t.d. Anna Benkovic Mikaelsdóttir hræðist það að landið sem hún býr í nú hafi trúarleg ákvæði í stjórnarskrá sinni, í ljósi reynslu hennar frá Balkanlöndunum. Mundu að glöggt er gests augað.

Greta Björg Úlfsdóttir, 5.12.2007 kl. 15:01

4 Smámynd: Blómið

Sæl Greta Björg.

Þakka þér kærlega fyrir þína athugasemd.    Blómið heitir Berglind til þess að það verði upplýst (kemur reyndar fram í höfundarupplýsingum).

Það er rétt hjá þér að ég gef mér að þjóðir hafi opinbera trú.  Mín skoðun er sú að það sé það eina rétta.   Ég vona að ég hafi rétt á henni.

Las á bloggi þínu að þú teldir að "þjóðtrú" væri eitthvað tengd þjóðsögum Jóns Árnasonar.   Eru þetta nú ekki hártoganir ????  Er nokkuð viss um að lesendur hafi skilið meiningu þess sem skrifað var, þó stafsetningu hafi verið ábótavant.

En Greta Björg, þú hefur ekki svarað spurningunni sem ég lagði upp með.  Ég reikna með að á þínum grunnskólaárum hafir þú verið í kristnifræðikennslu (biblíusögum), og hafir líka lært um þróunn mannsins (þ.e. frá öpum til manna).   Ef við eigum að banna kristnifræðikennslu, eigum við þá ekki alveg eins að banna þróunarsöguna.  Gæti vel trúað því að bókstafstrúarmenn kristni vilji ekki að börnum þeirra verði kennd sú vitleysa í stað Paradísar og Adams og Evu.

Hvar á að setja mörkin??

Blómið, 6.12.2007 kl. 21:12

5 Smámynd: Blómið

Að endingu.   Gleymdi að láta þig vita að ég fór inn á heimasíðu  Anna Benkovic Mikaelsdóttir , ekki geri ég lítið úr því sem hún hefur gengið í gegnum, en ég sé engar færslur á hennar bloggi.   Þ.a.l. get ég ekki tjáð mig um það.

Blómið, 6.12.2007 kl. 22:01

6 Smámynd: Óli Jón

Sæl, Berglind

Stóri munurinn á þróunarkenningunni annars vegar og kristinni trú hins vegar er sá að sú fyrrnefnda er þrautsönnuð vísindakenning sem studd er fjölmörgum sönnungargögnum á meðan kristin trú á sér engar slíkar stoðir. Það er því hæpið að nefna þetta tvennt í sömu andránni og ætla að annað útiloki hitt.

Hvað varðar það að þjóðir hafi eina opinbera trú þá samræmist slíkt ekki lýðræðislegum gildum, að mínu mati meðan trúfrelsi á fyllilega og eðlilega rétt á sér. Það á að skilja að ríki og kirkju og hætta allri meðgjöf með trú. Ég er viss um að þú, sem kristin manneskja, ert mér sammála um að trúin þurfi ekki á meðgjöf að halda; hvorki í formi opinbers fjárstuðnings eða hvers konar aðgangs að opinberum vettvangi, s.s. skólum. Þetta tekur EKKI til þess að fræðsla um trú verði lögð niður í skólum, aðeins þess að hún sé látin börnum í té með hlutlausum og hófstilltum hætti.

Óli Jón, 8.12.2007 kl. 12:45

7 Smámynd: Blómið

Sæll Óli Jón og þakka þér fyrir kommentið.

Þú segir að "Stóri munurinn á þróunarkenningunni annars vegar og kristinni trú hins vegar er sá að sú fyrrnefnda er þrautsönnuð vísindakenning sem studd er fjölmörgum sönnungargögnum á meðan kristin trú á sér engar slíkar stoðir"

Það er þín trú, en það er líka til stór hópur fólks sem trúir og telur að Guð og Jesús séu heilagur sannleikur.  Þeir vitna í kraftaverk og þú, og stór hópur fólks sem hefur sömu skoðun og þú, vísar á vísindi.  Þess vegna tel ég alveg ástæðu til þess að nefna þetta tvennt í sömu andránni.   Hvort um sig er trú.

Ég er þeirrar skoðunar að þjóð eigi að hafa eina opinbera trú þó það samrýmist ekki þínum skoðunum.  Það er bara mitt álit.   Hvað varðar opinberann fjárstuðing þá er ég sammála þér að þjóðkirkjan á ekki rétt umfram önnur trúarbrögð að fá til sín skattfé almennings.  

Ég er kristin manneskja.   Ég mæti ekki í kirkju á hverjum sunnudegi og er ekki skráð í þjóðkirkjuna, heldur Fríkirkjuna.  Mínir (trúarpeningar) fara þ.a.l. til Fríkirkjunnar í Hafnarfirði en ekki til Þjóðkirkjunnar. 

Blómið, 8.12.2007 kl. 23:28

8 Smámynd: Ragnheiður

Lagaði þetta "örlitla" vandamál þannig að þú lokast alls ekki úti þegar ég breyti þessu.

Ragnheiður , 8.12.2007 kl. 23:40

9 Smámynd: Blómið

Thanks Ragga mín    Er mér mikils virði að vera áfram á þinni síðu

Blómið, 8.12.2007 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Blómið

Blómið
Blómið

Berglind heiti ég.  Áhugamál mín eru allt milli himins og jarðar

Tölvupóstur og MSN: berglind1@hotmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband