Færsluflokkur: Bloggar
17.1.2008 | 19:01
Jæja þá er komið að því.....
Hér verður endalaust handboltafjör næstu vikurnar með tilheyrandi hrópum, köllum og vægum taugaáföllum, í bland með að hugsa dómurum þegjandi þörfina. Sem sagt mjög spennandi. Nú er bara að skella sér fyrir framan skjáinn og hvetja strákana. Senda þeim góða strauma. "ÁFAM ÍSLAND" |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.1.2008 | 20:17
8. janúar
Já þá er hann runninn upp þessi merkisdagur. Þennan dag fæddust Elvis Presley, David Bowie, Shirley Bassey, ég og fleiri Dagurinn búin að líða hratt í símanum að taka við hamingjuóskum frá ættingjum og vinum. Vááá hvað margir hafa hugsað til afmælisbarnsins. Takk fyrir það Að sjálfsögðu var enn ein stórmáltíðin í tilefni dagsins og allir á heimilinu standa á blístri. Ætla svo að bjóða því nánasta í kaffi á laugardaginn þannig að veislurnar halda áfram á þessu heimili. Spurning hvenær maður getur farið í venjulega rútínu því svo taka við þorrablót hægri vinstri með tilheyrandi áti Mikið finnast manni þeir atburðir sem hafa átt sér stað á fyrstu dögum þessa árs sorglegir. Þrír alvarlegir brunar á höfuðborgarsvæðinu og í tveimur tilfellum hefur verið kveikt í viljandi Hvað gengur fólki eiginlega til með svona morðtilræðum. Því þetta er að sjálfsögðu ekkert annað Vonandi nást þeir sem ábyrgðina bera. Á jákvæðu nótunum er þó það að Margrét Frímannsdóttir leysir af sem forstöðumaður á Litla-Hrauni. Klár og frábær manneskja sem er jarðbundin og hefur verið ötull talsmaður fyrir bættri aðstöðu og aðbúnaði fyrir fanga hér á landi. Málið er nefnilega það að þetta er betrunarvist, þ.e. fangar eiga að fá þá aðstoð að þeir geti komið betri menn aftur út í þjóðfélagið, en ekki geymslustaður fyrir menn til að setja þá aftur út á sama stað og þeir komu inn Það er allavegna mitt álit |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.1.2008 | 00:12
Loksins, loksins :)
Vá, ég er ekki búin að blogga í c.a. einn mánuð Frekar vandræðalegt, en þannig er það bara Fór til London um miðjan des og það var bara fínt að heimsækja systir mína og hennar ekta maka. Vorum þar í góðu yfirlæti til 17 des. Bara frábært. Svo komum við heim, það sem gerðist eftir heimferðina var bara vandræði. Lagðist í bælið 21. des, og hélt að vægast sagt að ég gæti ekki reddað jólunum hérna heima Gerði mitt besta með mikilli hjálp frá öðrum á heimilinu, gekk bara nokkuð vel. Var nokkurn vegin að ná mér c.a. í kringum gamlársdag. Eldaði þá kalkúnn sem allir voru bara ánægðir með Vona að þið hafið átt bara góð jól og áramót. Er búin að strengja mitt áramótaheit og það er það sama og undanfarin ár "Verða betri manneskja og skilningsríkari" Gleðilegt ár og vona að árið 2008 færi ykkur öllum gleði, birtu og yl. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2007 | 08:45
Jólaundirbúningur
Á hverju ári lofa ég sjálfri mér vera skipulagðari með jólaundirbúninginn á næsta ári Undantekningalaust skal ég þó alltaf vera á síðustu stundu með eitthvað. Ég held bara svei mér þá að engin breyting verði á þessu þetta árið. En hvað með það. Jólin koma þó svo að ég sé ekki búin að öllu. Nú er stefnan sett á London með mínum ekta. Ætlum að slappa örlítið af og taka út jólastemminguna hjá Englendingum. Kannski að maður skelli sér á einn eða tvo jólamarkaði, en ég er víst búin að lofa því að taka ekkert verslunaræði Það er nefnilega svo skrítið með mann að þó maður eigi meira en nóg af öllu og þurfi nú ekki að bæta neinu við, þá hafa flugferðir og fjarlæg lönd áhrif á kaupgenin í manni Spurning að biðja Kára Stef að tékka á þessu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2007 | 00:39
Ég á vin :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.12.2007 | 23:32
Trú og trúleysi
Miklar umræður hafa verið í netheimum um trú og trúleysi. Siðmennt og Vantrú eru félög sem mikið er um rætt og fólk innan þeirra raða hafa verið virkir í umræðu undanfarna daga.
Það er allt gott um það að segja, hér ríkir mál- og skoðanafrelsi án þess að nokkur þurfi að hafa áhyggjur af því að láta skoðanir sínar í ljós.
Þess vegna ætla ég að láta mína skoðun í ljós hér meðJ
Í gegnum árin hefur kristnifræði verið kennd í skólum hér á landi (enda bara eðlilegt þar sem um opinbera þjóðartrú er að ræða). Í múslimaríkjum er kóraninn kenndur og það er bara gott enda er þeirra þjóðtrú trúin á Múhameð og Kóraninn.
Ég held að enginn verði verri manneskja af því að læra kristinfræði í grunnskóla. Ég geri fastlega ráð fyrir því að allir meðlimir ( sem nú berjast á móti kristnifræðikennslu) í Siðmennt og Vantrú hafi þurft að læra þessi fræði í sinni skólagöngu.
Þegar ég var í grunnskóla, sem er nú nokkuð langt síðan, þá voru kenndar biblíusögur, goðafræði og gleymum ekki þróunarsögunni. Þ.e. maðurinn er komin af öpum.
Það sem mér finnst furðulegast af þessu öllu er að félagar í þessum hópum, þ.e. Siðmennt og Vantrú hafi svo lítið álit á sínum afkomendum að halda að þeir geti sjálfir ekki haft sínar eigin skoðanir, þrátt fyrir því sem fyrir þeim er haft á opinberum vettvangi. Þeir hafa alla vegna haft þær. Treystið börnunum sjálfum til þess að velja rétt.
Lúthersk trú er okkar þjóðtrú og þannig er það baraJ Ef við værum múslimar, þá væri hér allt í látum vegna ádeilna á að kenna Kóraninn í skólum, þ.e. ef það væri leyfilegt að vera með mótmæli J
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
2.12.2007 | 16:52
Aðventu-átak
Þórdís Tinna, Moggabloggari númer eitt, er engin venjuleg kona.
Hún er skemmtileg, alltaf að hjálpa öðrum og sér það jákvæða við nánast allar kringumstæður.
Eins og flestir vita, á hún við alvarleg veikindi að stríða.
Það þarf ekkert að kynna Þórdísi Tinnu, svo þekkt er hún orðin fyrir að vera hún sjálf.
Nú er rétti tíminn til að sýna Þórdísi Tinnu stuðning í verki.
Sýnum samstöðu og styðjum við hana og dóttur hennar, Kolbrúnu Ragnheiði, svo þær geti notið hátíðanna, lausar við fjárhagsáhyggjur. Þúsundkall eða Fimmþúsundkall..... allt hjálpar.
Bankareikningur
0140-05- 015735. Kt.101268-4039
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2007 | 11:25
Á einhvern hátt.......
finnst mér það nú bara liggja í augum uppi að sektum fækki |
Færri stöðumælasektir á Akureyri með nýju kerfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.11.2007 | 23:03
Kreditkortaæði !!!!
Ég og minn ekta höfum haldið það heit okkar að fá okkur aldrei það sem heitir kreditkort, enda finnst okkur engin ástæða til að eyða einhverju sem við eigum ekki. En nú held ég að maður verði bara hreinlega að láta undan. Hringdi í Icelandair og langaði að panta ferð til London. Talaði við ágæta stúlku sem upplýsti mig um allt sem í boði var. Komst að niðurstöðu með hótel og flug og bað hana að bóka þetta fyrir mig og ég myndi renna til hennar strax og greiða ferðina. Þá fóru fram eftirfarandi samskipti. Ertu ekki bara með kreditkortanúmerið, þá þarftu ekkert að koma til okkar." Nei ég nota ekki kreditkort. Ég ætlaði nú bara að koma til ykkar og staðgreiða þetta" Vandræðaleg þögn kom í símann. Því miður það er ekki hægt" Ekki hægt???? Má ég ekki bara staðgreiða ferðina?" Þú getur staðgreitt flugið, en við getum ekki bókað hótel nema með kreditkorti." En ef ég mæti bara til þín og borga fyrst og þú bókar svo þegar ég er búin að greiða????" Nei það er ekki hægt. Verðum að hafa kreditkort til að bóka hótel. Getur þú ekki bara fengið lánað kreditkort einhvers staðar???!!!!!" Mér finnst það nú óþarfi þegar ég á peninga fyrir því sem ég ætla að kaupa!!!!! En fyrst þetta gengur ekki hjá ykkur þá ætla ég að athuga þetta annars staðar." Eftir þetta hringdi ég svo í Express og ætlaði að panta í gegnum þá. Það má eiginlega setja copy og paste á fyrri samskiptin með hvað fór á milli mín og stúlkunnar þar. Eru peningar ekki orðin nógu góður gjaldmiðill??? Spyr sá sem ekki veit. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2007 | 01:27
Annar unglingurinn fór.....
að vinna í sjoppu hér á höfuðborgarsvæðinu. Óreyndur drengurinn tók sig bara nokkuð vel út í afgreiðslunni og reddaði pulsum með öllu hægri vinstri. Á þriðju vaktinni komu tvær stúlkur inn sem töldu upp hvað þeim vantaði með muldrandi röddum Þeim vantaði Snicers, Mars, rauðan Opal og S.....mokka. Unglingurinn varð nú frekar vandæðalegur og leit í kringum sig " Hvar í fjandanum geyma þeir SMOKKA" Hann sá sér ekkert annað fært í stöðunni heldur en að fá örlítið reyndari starfsstúlku sér til aðstoðar. Sú hjóp stax til aðstoðar og gólaði yfir allann staðinn "Já hvernig smokka má bjóða ykkur?" Stúlkurnar rauðari en allt sem rautt er svöruðu " Við vorum ekki að spyrja um SMOKKA, heldur SvissMOKKA. Lærdómurinn af þessari færslu er að ............. TALA SKÝRAR |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)