15.9.2007 | 20:19
Spaugstofan
Var að horfa á blessaða Spaugstofuna. Fannst nú ekkert spes þessi þáttur. Skildi ekki alveg þetta með Osama og þú ert rekinn. Finnst nú frekar að þeir hefðu átt að standa með Randver og hætta bara allir. Mér er líka óskiljanlegt hvernig hægt var að reka Randver einn og sér. Á hann ekki hlut í fyrirbærinu Spaugstofan. Væri fróðlegt að sjá hverning tekið yrði á því fyrir dómstólum. Höfundarlög o.s.frv. Hefði allavegna haldið að 20 ár undir sama vörumerki ættu nú að vera einhvers virði.
Athugasemdir
Þetta var engin spaugstofa. Þetta er eins og samhæfð áhöfn á togara ef vantar einn af lykilmönnunum fiskast ekkert
Gestur Gunnarsson , 15.9.2007 kl. 20:26
Alveg er ég sammála Gestur. Manni finnst þetta bara alls ekki það sama
Blómið, 15.9.2007 kl. 20:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.