22.9.2007 | 16:43
Unglingarnir.....
á heimilinu eru eitthvað að tapa sér í vitleysunni. Í gærkvöldi var hér á borðum barbequ kjúklingabringur m/smjörsteiktum kartöflum og beikonsósu nammi, namm þá ég segi sjálf frá. Jæja, frá því í morgun hefur verið suðað og vælt um að hafa eins kvöldmat í kvöld eins og í gær
Eftir miklar umræður um ágæti þess að hafa það sama í kvöldmatinn dag eftir dag þá er komin niðurstaða. Á borði mínu í kvöld verða barbequ kjúklingabringur m/smjörsteiktum kartöflum, beikonsósu og HRÁSALATI


Athugasemdir
SNILLD!!! Ég fæ stundum æði í mat og elda hann allt of oft eða þar til ég fæ næstum leið á honum ... hrásalatið gæti þá bjargað málum, gott að vita það. Hehehhehehe
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.9.2007 kl. 01:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.