10.12.2007 | 08:45
Jólaundirbúningur
Á hverju ári lofa ég sjálfri mér vera skipulagðari með jólaundirbúninginn á næsta ári Undantekningalaust skal ég þó alltaf vera á síðustu stundu með eitthvað
. Ég held bara svei mér þá að engin breyting verði á þessu þetta árið. En hvað með það. Jólin koma þó svo að ég sé ekki búin að öllu.
Nú er stefnan sett á London með mínum ekta. Ætlum að slappa örlítið af og taka út jólastemminguna hjá Englendingum. Kannski að maður skelli sér á einn eða tvo jólamarkaði, en ég er víst búin að lofa því að taka ekkert verslunaræði
Það er nefnilega svo skrítið með mann að þó maður eigi meira en nóg af öllu og þurfi nú ekki að bæta neinu við, þá hafa flugferðir og fjarlæg lönd áhrif á kaupgenin í manni
Spurning að biðja Kára Stef að tékka á þessu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.