8.1.2008 | 20:17
8. janúar
Já þá er hann runninn upp þessi merkisdagur. Þennan dag fæddust Elvis Presley, David Bowie, Shirley Bassey, ég og fleiri Dagurinn búin að líða hratt í símanum að taka við hamingjuóskum frá ættingjum og vinum. Vááá hvað margir hafa hugsað til afmælisbarnsins. Takk fyrir það Að sjálfsögðu var enn ein stórmáltíðin í tilefni dagsins og allir á heimilinu standa á blístri. Ætla svo að bjóða því nánasta í kaffi á laugardaginn þannig að veislurnar halda áfram á þessu heimili. Spurning hvenær maður getur farið í venjulega rútínu því svo taka við þorrablót hægri vinstri með tilheyrandi áti Mikið finnast manni þeir atburðir sem hafa átt sér stað á fyrstu dögum þessa árs sorglegir. Þrír alvarlegir brunar á höfuðborgarsvæðinu og í tveimur tilfellum hefur verið kveikt í viljandi Hvað gengur fólki eiginlega til með svona morðtilræðum. Því þetta er að sjálfsögðu ekkert annað Vonandi nást þeir sem ábyrgðina bera. Á jákvæðu nótunum er þó það að Margrét Frímannsdóttir leysir af sem forstöðumaður á Litla-Hrauni. Klár og frábær manneskja sem er jarðbundin og hefur verið ötull talsmaður fyrir bættri aðstöðu og aðbúnaði fyrir fanga hér á landi. Málið er nefnilega það að þetta er betrunarvist, þ.e. fangar eiga að fá þá aðstoð að þeir geti komið betri menn aftur út í þjóðfélagið, en ekki geymslustaður fyrir menn til að setja þá aftur út á sama stað og þeir komu inn Það er allavegna mitt álit |
Athugasemdir
Til hamingju með afmælið
Ragnheiður , 8.1.2008 kl. 20:37
Takk fyrir það Ragga mín
Blómið, 8.1.2008 kl. 20:40
Sæl kæra móðir. Hrikalega glöð að sjá þig hér . Svo þú þurfir ekki að kalla mig Blómið þá heiti ég Berglind, og MSN adressan er hér við hliðina á. Ég á tvo táninga og eiginmann. Bý í Hafnarfirði og er á fertugsaldri. Nær fertugu að vísu
Blómið, 8.1.2008 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.