14.3.2008 | 14:27
Ekki vildi ég vera ..........
í sporum foreldra krakka sem eiga við hegðunarvandamál að stríða. Held að mitt fyrsta verk væri að taka þau úr skóla og hafa þau undir mínu eftirliti allan daginn. En má ég taka þau úr skóla???? Gæti ég sótt um undanþágu frá skólaþátttöku á þeim forsendum að ég væri of fátæk til að greiða ef barnið gerir eitthvað af sér? Hvað með íþróttirnar? Borgar sig nokkuð að leyfa þeim að taka þátt í þeim ef ske kynni að þau misstu stjórn á skapi sínu???
Ef þessi dómur kemur til með að standa í Hæstarétti þá er ég ansi hrædd um að dómstólarnir fái nóg að gera á næstunni. Veit nefnilega um nokkur tilvik þar sem nemendur hafa gengið í skrokk á kennurum og starfsfólki skóla, svo illa að fólk hefur verið óvinnufært einhverja daga á eftir.
Dæmd til að greiða kennara 10 milljónir í bætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já þessi dómur setur nokkuð erfitt fordæmi. Sjáum hvað gerist svo.
Ragnheiður , 14.3.2008 kl. 14:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.