23.4.2008 | 18:58
Svei mér þá .......
ef það þarf ekki hreinlega að klóna hann Geir Jón. Er nokkuð viss um að ef hann og svona c.a. 1-3 hans líkir hefðu mætt á staðinn og rætt við menn að úr málum hefði leyst án átaka.
Til að taka af allan vafa þá styð ég vörubílstjórana í þeirra aðgerðum.
Eftir að hafa horft á beina útsendingu frá vettvangi í dag þá mátti sjá margt ámælisvert hjá báðum hópum, en auðvitað er alltaf misjafn sauður í mörgu fé, bæði hjá vörubílstjórum og lögreglu.
![]() |
Mótmælin fóru úr böndunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Einfaldasta leiðin til að sýna bílstjórunum stuðning og samstöðu er að gera eins og þeir. Í hvert sinn er við sjáum flutningabíl í baksýnisspeglinum þá hægjum við verulega á okkur, helst sem lengst og þeytum flautuna þrisvar. Allir saman nú!
haha (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 19:06
Maður er nú bara orðin hundleiður á þessum endalausu mótmælum og þau eru orðin eintóm fíflalæti. Yfirleitt eru klippur sem settar eru á netið gjörsamlega samhengislausar og notaðar til að mála skrattann á veginn. Það þyrfti frekar að sína mér ALLT myndbandið en ekki einhverja klippu.
Tjásan (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 19:11
Kæra Tjásan.
Það sem ég horfði á í dag var ekki klippt, heldur allt í beinni
.
Blómið, 23.4.2008 kl. 19:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.