25.4.2008 | 22:01
Svalbarði......
Var á flakki um stöðvarnar í kvöld og datt inn á þáttinn Svalbarða. Ágætis afþreying, og gestir þáttarins voru Ingibjörg Sólrún utanríkisráðherra og Haffi Haff Eurovision þátttakandi með meiru.
Mjög áhugaverð viðtöl sem Þorsteinn tók við þau. Það sem mér þótti einna fyndnast í þessu öllu, (sem átti ekki að vera grín) var að Ingibjörg Sólrún átti í mestu vandræðum með að muna hvaða 3 afríkuríki hún hafi heimsótt :)
Halló Hafnarfjörður :) Verið þið bara heima og heimsækið fólkið í landinu. Íslenska landakortið er mun auðveldara að muna heldur en heimskortið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.