20.1.2009 | 22:29
Ég er líka búin að vera að bíða eftir þessum degi........
þar sem fólkið segði "nú er komið nóg" .
Ég og mín fjölskylda erum ein af þessum þúsundum sem sitja enn heima við eldhúsborðið, brjáluð á ástandinu, en gerum EKKI NEITT
Held að sá tími sé liðinn, þar sem ég sá húsbóndann á heimilinu garga á sjónvarpsfréttirnar áðan þar sem voru viðtöl við "ráðamenn" þessarar þjóðar!!!!!
Hann er einn af þessum mönnum sem þurfa mikið til að verða reiðir og taka afstöðu, en þegar minn karl er farinn að garga fyrir framan sjónvarpið, þá er sko mikið sagt
Ég held að þeir sem halda um stjórnartaumana þessa dagana geri sér ekki grein fyrir hversu reiður hin almenni borgari er En ef þeir halda áfam á spömu braut er ég hrædd um að þeim verði gerð grein fyrir því
Fólk var að bíða eftir þessum degi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.