Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
7.10.2007 | 01:27
Annar unglingurinn fór.....
að vinna í sjoppu hér á höfuðborgarsvæðinu. Óreyndur drengurinn tók sig bara nokkuð vel út í afgreiðslunni og reddaði pulsum með öllu hægri vinstri. Á þriðju vaktinni komu tvær stúlkur inn sem töldu upp hvað þeim vantaði með muldrandi röddum Þeim vantaði Snicers, Mars, rauðan Opal og S.....mokka. Unglingurinn varð nú frekar vandæðalegur og leit í kringum sig " Hvar í fjandanum geyma þeir SMOKKA" Hann sá sér ekkert annað fært í stöðunni heldur en að fá örlítið reyndari starfsstúlku sér til aðstoðar. Sú hjóp stax til aðstoðar og gólaði yfir allann staðinn "Já hvernig smokka má bjóða ykkur?" Stúlkurnar rauðari en allt sem rautt er svöruðu " Við vorum ekki að spyrja um SMOKKA, heldur SvissMOKKA. Lærdómurinn af þessari færslu er að ............. TALA SKÝRAR |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)