Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Kreditkortaæði !!!!

 Ég og minn ekta höfum haldið það heit okkar að fá okkur aldrei það sem heitir kreditkort, enda finnst okkur engin ástæða til að eyða einhverju sem við eigum ekki.  En nú held ég að maður verði bara hreinlega að láta undan.

Hringdi í Icelandair og langaði að panta ferð til London.  Talaði við ágæta stúlku sem upplýsti mig um allt sem í boði var.   Komst að niðurstöðu með hótel og flug og bað hana að bóka þetta fyrir mig og ég myndi renna til hennar strax og greiða ferðina.  Þá fóru fram eftirfarandi samskipti.

„Ertu ekki bara með kreditkortanúmerið, þá þarftu ekkert að koma til okkar."

„Nei ég nota ekki kreditkort.   Ég ætlaði nú bara að koma til ykkar og staðgreiða þetta"

Vandræðaleg þögn kom í símann.

„Því miður það er ekki hægt"

„Ekki hægt????  Má ég ekki bara staðgreiða ferðina?"

„Þú getur staðgreitt flugið, en við getum ekki bókað hótel nema með kreditkorti."

„En ef ég mæti bara til þín og borga fyrst og þú bókar svo þegar ég er búin að greiða????"

„Nei það er ekki hægt.   Verðum að hafa kreditkort til að bóka hótel.  Getur þú ekki bara fengið lánað kreditkort einhvers staðar???!!!!!"

„Mér finnst það nú óþarfi þegar ég á peninga fyrir því sem ég ætla að kaupa!!!!!  En fyrst þetta gengur ekki hjá ykkur þá ætla ég að athuga þetta annars staðar."

Eftir þetta hringdi ég svo í Express og ætlaði að panta í gegnum þá.   Það má eiginlega setja copy og paste á fyrri samskiptin með hvað fór á milli mín og stúlkunnar  þar.

Eru peningar ekki orðin nógu góður gjaldmiðill???  Spyr sá sem ekki veit.

 

Blómið

Blómið
Blómið

Berglind heiti ég.  Áhugamál mín eru allt milli himins og jarðar

Tölvupóstur og MSN: berglind1@hotmail.com

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband