Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
31.1.2008 | 21:45
HVÍLÍKT BULL !!!!!!!
Fáa menn hef ég hitt sem eru eins vel að sér eins og Helgi afi.
Áður fyrr sótti hann mig reglulega um helgar og fór með mig í bíltúra niður á bryggju.
Bíltúrarnir snerust yfirleitt um það, að fræða mig um hitt og þetta í heiminum. (Begga hvað heitir höfuðborg Ísrael???? Begga hvað heitir höfuðborg Egyptalands??? Begga hvað er stæðsta spendýr í heimi??? Sjáðu Begga mín, hvað heitir þetta fjall??? Nú veistu það ekki. Þetta er Lyklafell. Það heitir Lyklafell því það sameinar þrjár sýslur. Gullbringu-, Kjósa- og Árnessýslu. Þessi litla 8 ára gamla stúlka hefur ekki gleymt fróðleiknum sem afi kenndi þó hún sé kominn hátt á fertugsaldur í dag.
Afi var miklum gáfum gæddur, þó hann hafi ekki verið langskólagenginn. Hann hafði bara aldrei tækifæri á því. Hann fór c.a. 13-14 ára að vinna. Þurfti að afla til heimilisins þar sem móðir hans var einstæð með þrjú önnur börn.
Hann hefði getað gert svo mikið ef hann hefði haft ráð til, en það var einfaldlega ekki í boði . Núna horfir hann á (guttana sem stýra fleyinu) mennina sem ráða. Hann og frúin eru komin á ellilífeyris og lífeyrissjóðs tekjur.
Þau hafa sameiginlega í tekjur c.a. 230.000 pr. mánuð. Þetta er fólk er búið að vinna alla sína hunds og kattartíð . Aldrei kvartað og aldrei spáð í hvernig náunginn hafi það, alltaf haft fremst í huga hverning börn, barnabörn og barnabarnabörn hafa það. Reynt að gefa jólagjafir til hópsins, sem tekur c.a. 2/3 af tekjunum því þau vilja ekki vera minni en hinir. Kröfurnar eru bara orðar svo miklar!!!!!.
Mikið vildi ég að heimurinn væri orðin eins einfaldur og áður fyrr. Það að spurningarnar snérust um stórar höfuðborgir, kennileiti í okkar nánasta umhverfi, eða bara allt annað sem ekki kostar og snýst um PENINGA.
Forstjóralaun hjá Glitni 266 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.1.2008 | 18:33
Áfram Ísland
Nú er ekkert annað í boði heldur en að taka Ungverja í bakaríið. Áfram svo strákar, þið getið þetta alveg. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2008 | 18:55
Frábært hjá strákunum
Hér er allt í stuði með guði og gleðin skín úr andlitum heimafólks. Þeir eru auðvitað bara bestir ÁFRAM ÍSLAND |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.1.2008 | 21:33
18. janúar........
Sit hér við tölvuna og spái í hvað ég eigi að skrifa um Er einhvern vegin frekar andlaus í dag. Er búin að fara bloggvinarúntinn, Ragga, móðir í hjáverkum, Ragnhildur, Jensguð og jenfo(Jenný). Alltaf jafn gaman og gefandi að lesa bloggin hjá þessu yndislega fólki. Það sem mér finnst best með bloggið er það að maður kynnist og les blogg hjá fólki sem hefur mjög svipaðar skoðanir og áherslur eins og maður sjálfur. Það er fólkið sem ég kýs að hafa sem bloggvini mína |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.1.2008 | 19:01
Jæja þá er komið að því.....
Hér verður endalaust handboltafjör næstu vikurnar með tilheyrandi hrópum, köllum og vægum taugaáföllum, í bland með að hugsa dómurum þegjandi þörfina. Sem sagt mjög spennandi. Nú er bara að skella sér fyrir framan skjáinn og hvetja strákana. Senda þeim góða strauma. "ÁFAM ÍSLAND" |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.1.2008 | 20:17
8. janúar
Já þá er hann runninn upp þessi merkisdagur. Þennan dag fæddust Elvis Presley, David Bowie, Shirley Bassey, ég og fleiri Dagurinn búin að líða hratt í símanum að taka við hamingjuóskum frá ættingjum og vinum. Vááá hvað margir hafa hugsað til afmælisbarnsins. Takk fyrir það Að sjálfsögðu var enn ein stórmáltíðin í tilefni dagsins og allir á heimilinu standa á blístri. Ætla svo að bjóða því nánasta í kaffi á laugardaginn þannig að veislurnar halda áfram á þessu heimili. Spurning hvenær maður getur farið í venjulega rútínu því svo taka við þorrablót hægri vinstri með tilheyrandi áti Mikið finnast manni þeir atburðir sem hafa átt sér stað á fyrstu dögum þessa árs sorglegir. Þrír alvarlegir brunar á höfuðborgarsvæðinu og í tveimur tilfellum hefur verið kveikt í viljandi Hvað gengur fólki eiginlega til með svona morðtilræðum. Því þetta er að sjálfsögðu ekkert annað Vonandi nást þeir sem ábyrgðina bera. Á jákvæðu nótunum er þó það að Margrét Frímannsdóttir leysir af sem forstöðumaður á Litla-Hrauni. Klár og frábær manneskja sem er jarðbundin og hefur verið ötull talsmaður fyrir bættri aðstöðu og aðbúnaði fyrir fanga hér á landi. Málið er nefnilega það að þetta er betrunarvist, þ.e. fangar eiga að fá þá aðstoð að þeir geti komið betri menn aftur út í þjóðfélagið, en ekki geymslustaður fyrir menn til að setja þá aftur út á sama stað og þeir komu inn Það er allavegna mitt álit |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.1.2008 | 00:12
Loksins, loksins :)
Vá, ég er ekki búin að blogga í c.a. einn mánuð Frekar vandræðalegt, en þannig er það bara Fór til London um miðjan des og það var bara fínt að heimsækja systir mína og hennar ekta maka. Vorum þar í góðu yfirlæti til 17 des. Bara frábært. Svo komum við heim, það sem gerðist eftir heimferðina var bara vandræði. Lagðist í bælið 21. des, og hélt að vægast sagt að ég gæti ekki reddað jólunum hérna heima Gerði mitt besta með mikilli hjálp frá öðrum á heimilinu, gekk bara nokkuð vel. Var nokkurn vegin að ná mér c.a. í kringum gamlársdag. Eldaði þá kalkúnn sem allir voru bara ánægðir með Vona að þið hafið átt bara góð jól og áramót. Er búin að strengja mitt áramótaheit og það er það sama og undanfarin ár "Verða betri manneskja og skilningsríkari" Gleðilegt ár og vona að árið 2008 færi ykkur öllum gleði, birtu og yl. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)