Leita í fréttum mbl.is

Svar

Já það kom mér bara þægilega á óvart að fá svar frá heilbrigðisráðherra á tölvupóstinn minn vegna bréfsins sem við í netheimum sendum á þriðjudagsmorguninn. Vonandi var þetta til að ýta örlítið við þeim.

Svar ráðherra.

"Góðan dag, Þakka þér fyrir þá áskorun sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu hefur borist frá þér varðandi kjör öryrkja og aldraða. Í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar kemur fram áhersla á að styrkja stöðu aldraðra og öryrkja. Meðal annars verður unnið að framgangi málsins með einföldun á almannatryggingakerfinu, með því að draga úr tekjutengingum og skerðingum bóta og með því afnema tekjutengingu launatekna 70 ára og eldri við lífeyri almannatrygginga sem og skerðingu tryggingabóta vegna maka. Þá er stefnt að því að fylgt verði eftir tillögum örorkumatsnefndar um stóraukna starfsendurhæfingu og nýtt matskerfi varðandi örorku og starfsgetu. Jafnframt verði komið til móts við þann hóp sem er með varanlega skerta starfsorku. Hafin er vinna við tilfærslu verkefna milli heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis annars vegar og félagsmálaráðuneytis hins vegar með það fyrir augum að auka skilvirkni og einfalda yfirsýn. Stefnt er að því að þeirri vinnu ljúki fyrir árslok og næsta skref er þá að móta tillögur og aðgerðaáætlun sem m.a. snertir á ofangreindum þáttum í stefnuyfirlýsingunni. Í tölvupóstinum er einnig áskorun sem tengist lyfjaverði. Markmið mitt í þeim málum er í stórum dráttum tvíþætt: annars vegar að lækka lyfjaverð til einstaklinga og hins vegar að lækka lyfjakostnað ríkisins. Tillagna er að vænta í þeim málum á næstunni. Þær ábendingar sem fram koma í tölvupóstinum eru mikilvægar og munu verða teknar alvarlega við þá vinnu sem í gangi er.

Með góðri kveðju,

Guðlaugur Þór Þórðarson "


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Blómið

Blómið
Blómið

Berglind heiti ég.  Áhugamál mín eru allt milli himins og jarðar

Tölvupóstur og MSN: berglind1@hotmail.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband