6.9.2007 | 19:46
Kaffistofa Samhjálpar
Var að lesa frétt þess efnis að loka ætti kaffistofu Samhjálpar. Þar hefur í gegnum árin verið unnið óeigingjart starf í þágu þeirra sem hvergi eiga höfði sínu að halla. Mikið vona ég að henni verði fundin nýr staður sem fyrst. Ekki held ég að þetta eigi eftir að bæta ástandið í miðbænum.
Athugasemdir
Skelfilegt og lýsandi fyrir samfélagið sem við búum í. Það er byggt og byggt í þessu landi, neyslubrjálæðið ætlar allt að drepa, en þessari starfsemi er í kot vísað og ég held því fram að stjórnvöldum og þeim sem ráða yfirleitt sé skítsama.
Njóttu dagsins
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.9.2007 kl. 09:29
Já mikið satt Jenný. Það hugsar hver um sitt eigið rassg.....
Annars var ég að lesa bloggið hennar Jórunnar Frímanns áðan. Vonandi stenst það sem skrifað er þar. http://jorunnfrimannsdottir.blog.is/blog/jorunn/
Sömuleiðis eigðu góðan dag
Blómið, 7.9.2007 kl. 10:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.