Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
27.9.2007 | 23:52
Einhverjir sem þekkja til rannsóknalögreglustarfa.....
Langar til að vita hvort einhver veit? (sbr. síðustu færslu). Er haft samband við foreldra barna sem koma við sögu í afbrotamálum? Eða er haft samband við barnaverndarnefndir í viðkomandi umdæmum? Langar til að vita, því ef barnið mitt væri eitt af 335 börnum í minnisbók perra þá vildi ég vita það.l |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2007 | 22:45
Verum í rauðu á morgun..
og styðjum baráttunna. Þó Myanmar sé ekki ríkt af olíu eða öðrum náttúruauðlindum þá er þarna raunverulegt fólk sem þarf aðstoð alþjóðasamfélagsins. Það virðist vera að eins hernaðalega sterkt ríki eins og USA beiti sér ekki nema von sé um gróða þeim til handa Er nokkuð viss um að ef Myanmar ætti öflugar olíuauðlindir þá væru ekki mótmæli þar í dag. Það væri löngu búið að koma herforingjastjórninni frá og Myanmar á leiðinni í vestræna menningu
Fólk hvatt til að mæta í rauðum bolum á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.9.2007 | 09:06
Var að lesa.....
dóminn yfir Róberti Árna núna áðan. Það er með ólíkindum hvernig þessi maður hefur á mjög svo skipulagðann hátt reynt að ná til barnungra stúlkna í gegnum netið. Manni bara fallast hendur. Minnisbók með nöfnum 335 stúlkna finnst í fórum hans !!!!!!!! Það ætla ég að vona að búið sé að ræða við þær allar og foreldra þeirra. Það er nokkuð ljóst að ef nafnið á barninu mínu væri í minnisbók hjá þvílíkum manni, að ég vildi að mér yrði gert viðvart.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.9.2007 | 21:05
Maður er nefndur? II hluti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (54)
23.9.2007 | 11:15
Þá er það ljóst.....
Sigurvegari er Anna Kristjáns en og aftur Lenti í þeim skelfilegu aðstæðum þegar leikurinn stóð sem hæst í gærkvöldi að þurfa að rjúka með annan unglinginn út. Þetta á ekki að gerast þegar spennan er í gangi. Lofa því hér með að ef mér tekst að sigra aftur verða fjölskyldumeðlimir látnir sitja stilltir á meðan leikar standa Boltinn til þín Anna
Bloggar | Breytt 30.9.2007 kl. 16:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.9.2007 | 20:17
Hver er maðurinn??????
Þeir sem ekki vita um hvað leikurinn snýst geta skoðað síðuna hjá henni Önnu. velstyran.blog.is Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að ná fyrst að geta upp á nafni Ólafs Ólafssonar fv. landlæknis og greip því boltann á lofti frá Önnu Nú hef ég hugsað mig um og sömu reglur gilda og áður, en þær má lesa á síðu Önnu og Kalla í Mosó ktomm.blog.is Góða skemmtun
22.9.2007 | 16:43
Unglingarnir.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.9.2007 | 22:29
Nafnabirtingar
Ég verð nú að segja að manni finnst nóg um nafnabirtingar hjá DV. Ég sá nafn á einum drengnum sem er meintur smyglari og talinn höfuðpaur hjá DV í dag. Ég googlaði og hvað gerðist???? Fékk upp nafn á foreldrum, systkinum og ættfræði. Sorglegt fannst mér og hugsaði með mér: Foreldrar eru brotnir, fjölskyldan er brotin, var ekki þessi nafnabirting komin of fljótt???? Að minnsta kosti fyrir þá sem saklausir erum, en koma til með að þola martraðir næstu mánuði
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2007 | 11:27
Skútunni siglt burt ????
Skúta skilin eftir á Fáskrúðsfirði í september 2005 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2007 | 10:56
Flott mál....
hjá lögreglunni að ná þessari sendingu af fíkniefnum. Eftir því sem fram kemur í fréttum virðist þetta vera það mikið umfang að það er ekki á færi allra að fjármagna þessi kaup. Þeir sem handteknir hafa verið hér á landi flestir ungir menn og manni er til efs að þeir séu greiðendurnir. Maður getur ekki annað en vonað að hendur verði hafðar í hárinu á toppunum.
Viðtalið í gær við Þórarinn á Vogi vakti hjá manni óhug. Aldrei hefði manni dottið í hug að ástandið væri orðið svona alvarlegt. Manni stendur ekki á sama, enda er maður með tvo unglinga 16 og 15 ára. Guð almáttugur einn veit hver staðan verður þegar þeir komast á þann aldur að fara á skemmtistaði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)